Um hugbúnaðinn og eiginleika hans

  • Leitaðu og spilaðu úr safni á tölvunni.
  • Hlustaðu á netútvarp frá Spotify, Grooveshark, SomaFM, Magnatune, Jamendo, SKY.fm, Digitally Imported, JAZZRADIO.com, Soundcloud, Icecast og Subsonic servers.
  • Leitaðu að og spilaðu lög sem þú hefur sent inn á Box, Dropbox, Google Drive, og OneDrive
  • Útbúðu snjalla spilunarlista og breytilega spilunarlista
  • Spilunarlistar í flipum, inn- og útflutningur M3U, XSPF, PLS og ASX.
  • Stuðningur við CUE-blöð.
  • Spilaðu CD-hljóðdiska.
  • Sjóngervingar frá projectM.
  • Textar, myndir og æviágrip listamanna.
  • Umkóða tónlist yfir í MP3, Ogg Vorbis, Ogg Speex, FLAC eða AAC.
  • Breyttu merkjum á MP3 og OGG skrám, skipulegðu tónlistarsafnið þitt.
  • Náðu í þau merki sem vantar frá MusicBrainz.
  • Uppgötvaðu og náðu í hlaðvörp (podcasts).
  • Sæktu umslagsmyndir sem vantar inn á Last.fm og Amazon.
  • Fjölkerfa - virkar á Windows, Mac OS X og Linux.
  • Notar innbyggðar tilkynningar á skjáborði í Linux (libnotify) og Mac OS X (Growl).
  • Fjarstýrðu með Android tæki, Wii-fjarstýringu, MPRIS eða af skipanalínu.
  • Afritaðu tónlist yfir á iPod, iPhone, MTP eða USB-spilarann þinn.
  • Biðraðastjóri.

Clementine er nútímalegur tónlistarspilari og skipulagningartól fyrir tónlistarsafnið

Clementine er tónlistarspilari sem virkar á mörgum kerfum. Innblásinn af Amarok 1.4, leggur áherslu á hraðvirkt og auðvelt notandaviðmót til leitar og afspilunar á tónlistinni þinni.


Clementine fjarstýring

Fjarstýrðu Clementine með Android-símanum þínum

Skjámyndir

Skjámynd

Spilunarlistaflipi, á meðan hlustað er á lög frá mörgum internetþjónustum

Skjámynd

Samtvinnun við Subsonic

Skjámynd

Vafrað um spilunarlista úr Android-forritinu

Skjámynd

Stjórnun á afspilun með Android-forritinu


Fréttir

Útgáfa 1.3.1 gerð tiltæk - þriðjudagur, 19. apríl 2016

Lagar villu þar sem einkunnum var eytt þegar uppfært var úr eldri útgáfum.

Útgáfa 1.3 gerð tiltæk - föstudagur, 15. apríl 2016

Þessi útgáfa er samhæfð við Clementine Remote fjarstýringuna fyrir Android sem gerir kleift að stýra Clementine fjartengt frá Android-tæki.
Þessi útgáfa bætir einnig við stuðningi viðaðgang að tónlist á Vk.com og Seafile. Skoðaðu alla breytingaskrána til að sjá nánari upplýsingar.

Útgáfa 1.2 gerð tiltæk - sunnudagur, 13. október 2013

Þessi útgáfa er samhæfð við Clementine Remote fjarstýringuna fyrir Android sem gerir kleift að stýra Clementine fjartengt frá Android-tæki.
Þessi útgáfa bætir einnig við stuðningi við Subsonic. Og núna geturðu hlustað á tónlist af Box, Dropbox, Skydrive og Ubuntu One. Einn mest spennandi nýi eiginleikinn er að geta "stjörnumerkt" spilunarlistana þína, þannig að hægt er að loka þeim og opnað þá svo síðar á nýja "Spilunarlistar" flipann sem við bættum við á hliðarspjaldið vinstra megin.
Skoðaðu alla breytingaskrána til að sjá nánari upplýsingar.

Útgáfa 1.1 gerð tiltæk - fimmtudagur, 25. október 2012

Þessi útgáfa bætir við stuðningi við Podcast sem lengi hefur verið beðið eftir, ásamt samþættingu og samstillingu með gpodder.net. Tónlist frá Soundcloud og jazzradio.com er núna tiltæk í Internet-flipanum á hliðarspjaldinu, rétt eins og þau lög sem þú hefur sent inn á Google Drive. Clementine sýnir núna skapbrigðastikur (moodbars) fyrir þá tónlist sem spiluð er af diskum í tölvunni. Skoðaðu alla breytingaskrána til að sjá nánari upplýsingar.

Útgáfa 1.0 gerð tiltæk - þriðjudagur, 27. desember 2011

Þessi útgáfa bætir við stuðningi við Spotify, Grooveshark og SKY.fm/Digitally Imported. Við bættum líka við "Víðvær leit"-eiginleika, sem gerir þér kleift að finna auðveldlega þá tónlist sem þú ert með annað hvort á tækinutölvunni eða á Internetinu. Aðrir eiginleikar eru til dæmis stuðningur við CD-hljómdiska, fleiri möguleikar við umkóðun, betra stillingaviðmót, snjallari leit að plötuumslögum, og haugur af betrumbótum. Skoðaðu alla breytingaskrána til að sjá nánari upplýsingar.

Útgáfa 0.7 gerð tiltæk - sunnudagur, 27. mars 2011

In this release Clementine gains a brand new edit tag dialog with autocompletion and the ability to automatically identify music and fetch missing tags from MusicBrainz. CUE sheets are now supported - they are detected automatically when scanning your library and each track will show up separately. We've made a load of smaller improvements as well such as showing album covers in the Library tab, greying out deleted songs, a "Show in file browser" option, support for network proxies, a "Full library rescan" option, and a new tooltip for the track slider that helps you seek more accurately to a specific place in a song. See the full changelog for more information.

Útgáfa 0.6 gerð tiltæk - laugardagur, 11. desember 2010

This release features two new information panes that show lyrics, song statistics, artist biographies, photos and lists of tags and similar artists. We've redesigned the sidebar (although you can switch back by right clicking on it), and also added ratings, play counts and skip counts. You can create smart and dynamic playlists from songs in your library, and also now listen to music from Jamendo and Icecast radio stations. See the full changelog for more information.

Útgáfa 0.5 gerð tiltæk - laugardagur, 18. september 2010

This release adds support for using portable devices with Clementine. You can now copy songs to your iPod, iPhone, MTP, or USB mass storage device. See the wiki for more information. Support for using a Wii Remote as a remote control has been added. Other features include a Queue Manager, an Organise Files dialog, automatically stretching columns in the playlist, loading embedded id3v2 cover art, more library scanning options, drag and drop between playlists, and a hypnotoad. We've also reduced startup time by more than half, fixed a load of memory leaks and reduced CPU usage while playing music. See the full changelog for more information.

Útgáfa 0.4 gerð tiltæk - þriðjudagur, 29. júní 2010

Þessi útgáfa kemur með spilunarlista í flipum, leit í spilunarlistum, projectM sjóngervingar, samþættingu við Magnatune, ReplayGain hljóðstyrksjöfnun og umkóðun tónlistar (transcoding). Við erum líka búin að laga tonn af göllum - leit í stórum söfnum er núna miklu hraðvirkari, afspilun gengur betur á Windows, vandamál vegna mismunandi stafataflna hafa verið leyst, og fjartengdir spilunarlistar ættu núna alltaf að hlaðast rétt inn.

Útgáfa 0.3 gerð tiltæk - laugardagur, 8. maí 2010

Í þessari útgáfu skiptum við yfir í GStreamer á öllum stýrikerfum, sem þýðir að greining og krossblöndun milli rása mun núna virka á Windows. Meðal nýrra eiginleika eru hljóðblandari, fleiri möguleikar við að hópa atriði í safni, fallegri OSD-stjórntextar, fjarstýring af skipanalínu og MPRIS, auk einfaldari vinnslu merkinga.

Útgáfa 0.2 gerð tiltæk - þriðjudagur, 23. mars 2010

Rétt um mánuður síðan fyrsta útgáfa Clementine kom út. Þessi nýja útgáfa býður upp á umslagsmyndir, betri greiningu á "ýmsir flytjendur", stuðning við hleðslu spilunarlista, og margt fleira.