Þarftu hjálp?
IRC
Spjallaðu við okkur á #clementine rásinni á Freenode. Mundu eftir að vera á svæðinu í dálítinn tíma eftir að þú spyrð spurningar - við gætum verið á öðrum tímabeltum eða annað að sýsla og því ekki séð spurninguna þína strax.
Spjallsvæði
Clementine notar Google Groups sem spjallsvæði/póstlista/almennan umræðuhóp.
Taka þátt
Villutilkynningar og framlagning endurbóta
Clementine notar GitHub fyrir þróunarvinnu og villuskráningu. Ef þú finnur villu í Clementine, skaltu endilega fara í villuskráninguna (tracker) og búa til nýja villutilkynningu.
Þýðing á notandaviðmóti
Ef þig langar til að þýða Clementine yfir á annað tungumál, geturðu gert það á þýðingasíðum Transifex. Þú getur hvort sem er þýtt beint í Transifex, eða náð í .po skrá af vefnum, þýtt hana og sent okkur hana í tölvupósti.
Fyrir hakkara/fiktara
Þróun Clementine fer fram í git-gagnasafninu. Skrifaðu út kóðann með því að keyra:
git clone https://github.com/clementine-player/Clementine.git clementine-player
Ef þú kýst ekki að samstafla (vistþýða) þróunarútgáfuna sjálf(ur), geturðu prófað einhvern af klukkutíma-frestis-pökkunum:
- Mac OS X þróunareintök
- Ubuntu Precise (12.04) þróunareintök
- Ubuntu Trusty (14.04) þróunareintök
- Windows þróunareintök
- Buildbot
Einnig er til Ubuntu PPA-safn fyrir þessi þróunareintök:
sudo add-apt-repository ppa:me-davidsansome/clementine-dev sudo apt-get update sudo apt-get install clementine
Fjartengt forrit fyrir Android
Clementine Remote fjarstýringin er hýst í öðru GitHub-kóðasafni.
Þú getur tilkynnt um vandamál og boðið fram plástra þar í villuskrásetjaranum.
Þú getur þýtt viðmótið í þessu Transifex-verkefni.
Samfélagsmiðlar
Okkur þætti vænt um ef þú styddir við Clementine á uppáhalds samfélagsmiðlunum þínum!
Límmiðar
Þú getur fundið skemmtilega Clementine límmiða á UnixStickers.
Þeir eru tilvaldir til að skreyta fartölvuna þína og sýna í leiðinni hvað þér finnst uppáhalds tónlistarspilarinn þinn æðislegur!
Styrkja verkefnið
Eins og er þurfum við enga peninga og þess vegna þiggjum við enga fjárstyrki. Ef þér líkar við hugbúnaðinn okkar og vilt hjálpa okkur, þá skaltu endilega sýna okkur stuðning og láta orð út ganga.
Þú getur líka hjálpað til með því að taka þátt í þróun hugbúnaðarins, eins og útskýrt er hér fyrir ofan.
En ef þú vilt endilega eyða einhverjum peningum og gera okkur ánægð í leiðinni, geturðu styrkt einhver þessara hjálparsamtaka og látið okkur vita af því: